Allar okkar vörur eru unnar úr íslensku hráefni, úr okkar eigin skógi sem og hráefni sem við kaupum frá öðrum skógarbændum um land allt. Við vinnum mest úr lerki en einnig úr furu, greni, birki og ösp. Svo eitthvað sé nefnt.
Eldiviður
Við vinnum eldivið úr lerki, furu, birki og ösp. Viður af lauftrjám eins og birki og ösp er ætlaður í opin eldstæði en lerkið og furan í lokuð eldstæði. Allur okkar eldiviður er klofinn og síðan ofnþurrkaður í 60° hita þangað til rakastig er komið undir 18%. Eldiviðinn afgreiðum við í 40 lítra pokum eða 1000 lítra (1 m3) stórsekkjum. Einnig er hægt að fá hjá okkur á staðnum það sem við köllum 2. flokks eldivið, en það er viður sem uppfyllir ekki ströngustu gæðakröfur.
Við sérframleiðum klæðningar úr Lerki, Greni og ösp í öllum stærðum og gerðum.
Í boði eru þrjár áferðir: Bandsagað, hjólsagað eða fínheflað.
Hægt er að fá bandsagað og fínheflað með nót og tappa, slétt eða með munstri.
Algengustu þykktir í opnum klæðningum: 22mm eða 25mm þar sem mæðir meira á.
Algengustu þykktir í nótuðum klæðningum: 15mm eða 18mm.
Algengustu þykktir með lifandi kanti. 20-32mm
Þar sem við sérframleiðum allar okkar vörur er enginn aukakostnaður að fá klæðninguna sérsniðna að þínum óskum.
Allt sem við gerum er sérframleiðsla og því er ekkert mál að aðlaga stærðir að þínu verkefni án aukakostnaðar. Afhendingartími er misjafn eftir umfangi verkefna sem verið er að vinna hverju sinni. Við reynum að halda biðtíma í lágmarki og afgreiða minni verk á innan við 3-6 vikum. Stærri verk raðast niður á lengri tíma og því er æskilegt að fólk setji sig í samband við okkur með góðum fyrirvara.
Pallaefni
Við vinnum pallaefnið okkar úr lerki. Lerki hefur náttúrulegu fúavörn og er því endingargóður viður án allra óæskilegara efna oft fylgja fúavörn. Lerki gránar með tímanum ef það er ekki meðhöndlað en hægt er að halda ferskum viðarlit með því að olíubera það reglulega.
Algengustu þykktir í pallaefni eru: 27mm, 32mm og 40-45mm fyrir göngupalla á ferðamannastöðum.
Algengustu breiddir í pallaefni eru: 95mm, 100mm, 120mm.
Áferðir á pallaefni
Bandsagað. Hentar þar sem gengið er í skóm eða fyrir göngustíga.
Hjólsagað. Fínni áferð sem minnkar flísar og er síður hált en heflað.
Fínheflað. Fínasta áferðin okkar sem við getum framleitt með sléttum eða rúnnuðum hornum.
Einnig sérframleiðum við efni í skjólveggi að þínum óskum.
Þar sem við sérframleiðum hverja pöntun fyrir sig kostar ekkert aukalega að fylgja þínum óskum.
Panill
Við framleiðum panil í öllum stærðum og gerðum úr lerki, ösp og greni. Einnig tökum við að okkur sérframleiðslu á panil sem ekki fæst lengur. Í þeim tilfellum þurfum við teikningu eða lítinn bút af gamla panilnum til að framleiða sama munstur. Við gerum líka tilboð í alla sérframleiðslu, s.s. sviðnar klæðningar, bandsagaðar, heflaðar eða prófílaðar.
Allar okkar vörur eru ofnþurrkaðar í sérstökum þurrkklefum sem eru knúnir með okkar eigin sjálfbæru viðarorku. Gott er að hafa í huga að þurrkun tekur tíma og fer það eftir efnisþykkt hvað á að nota efnið í. Gera má ráð fyrir að utanhússþurrkun taki a.m.k. 4-7 daga og innanhússþurrkun a.m.k. 10-16 daga.
Gólfefni
Við sérframleiðum gólfefni úr lerki og greni og jafnvel ösp* við góðar aðstæður.
Við gerum gólfborð á gamla mátann úr gegnheilu timbri með þensluraufum á bakhlið og nót og tappa á langhlið. Smiður sér svo um að ganga frá endum ef þarf að skeyta saman.
Þykktir eru 21mm og 14mm og þekjandi breidd 90-110mm. Fallandi lengdir eru 2,5-3 metrar nema um annað sé samið.
Einnig bjóðum við upp á stafaparkett úr lerki, greni, birki og jafnvel ösp*. Stafirnir eru 10mm þykkir, 40-70mm breiðir og lengdir 30-60cm. Stafirnir eru ekki nótaðir og við mælum með að þeir séu límdir á gólfið.
* Ösp er mýkri viður og ekki æskilegt þar sem mikið mæðir á.
Listar
Við höfum réttu tækin til að sérframleiða hverskyns lista: Óheflaða með band- eða hjólsagaðri áferð, heflaða og prófílaða. Hvort sem þig vantar gólflista, loftlista eða eitthvað annað þá getum við framleitt það. Við notum ösp mikið í lista en einnig lerki.
Við teljum okkur framleiða eins umhverfisvænar timburvörur og kostur er. Okkar framleiðsla er kolefnissporslaus frá því að trjábolir koma inn í verksmiðju og alla leið til afhendingar á fullunni vöru til neytandans. Því ættu vörur Skógarafurða að vera þinn umhverfisvænasti kostur.
Flettiviður
Við framleiðslu okkar falla alltaf til hliðarborð með lifandi kanti (slapwood) þau eru með hjólsagaðri áferð og eru 20, 25, 30 mm þykk. Breiddir eru frá 12-25 cm.
Einnig sögum við heila boli í borð með lifandi kanti og þá fáum við samstæð borð með spegilmynd af hvort öðru. þessi borð tökum við í 35, 40, 45, 50, 55, 60 mm þykktir. Hægt að fá þykkara ef menn óska og breidd er frá 25-40 cm. Bandsöguð áferð með berkinum á eða án barkar.
Breiðustu borðin koma úr ösp og greni, en minni breiddir í lerki, birki og reynivið
Allt efni er ofnþurrkað og þurrstig undir 20% fyrir utanhússklæðningar en 8-10% fyrir innanhúss not.
Renni/handverksviður
Við framleiðsluna hjá okkur falla alltaf til skemmtilegir bútar og borð sem henta vel í rennslu eða annað handverk. Einnig liggur alltaf eitthvað úti hjá okkur sem hægt er að grípa í (greenwood). Þá geymum við inni búta og blokkir sem falla til. Við sérframleiðum einnig blokkir í þeim þykktum sem hentar verkefnum okkar viðskiptavina. Best er að heimsækja okkur í Fljótsdalinn finna það sem heillar og hentar í þitt verkefni.
Skreytingarefni
Ýmislegt leynist í skóginum sem er vinsælt að nota í skreytingar, s.s. könglar, börkur, mosi, fúnar greinar, venjulegar greinar og svo má lengi telja. Við söfnum ýmsu til okkar sem við rekumst á í skóginum. Því hvetjum við fólk að hafa samband ef það er með eitthvað í huga gæti hafa ratað inn til okkar úr skóginum. Síðan er alltaf hægt að koma og gramsa hjá okkur.